07/03/2025 | Ritstjórn
Samstarf við MÍT

Plakat Nóa
Nemendur í grafískri hönnun í Borgarholtsskóla vinna reglulega verkefni fyrir MÍT (Menntaskólann í tónlist). Nemendur hafa séð um að gera plaköt og auglýsingar fyrir viðburði í MÍT, þar á meðal árlega stórtónleika sem í ár eru með þemað Bítlaæði.
Samkeppni var haldin milli nemenda um besta plakatið og að þessu sinni var það Nói Quinten Verwijnen sem varð hlutskarpastur en þau Daníel Árni Valdimarsson og Lovísa Lilja Borgþórsdóttir urðu í öðru til þriðja sæti.
Myndagallerí

Plakat Nóa

Plakat Lovísu

Plakat Daníels Árna