09/10/2023 | Ritstjórn
Skemmtilegt verkefni í bifvélavirkjun

Nemendur skoða bílinn
Á dögunum tókust nemendur í bifvélavirkjun á við skemmtilegt verkefni í áfanganum HRE3A05 – vélarskoðun og viðgerðir brunahreyfla. Einn nemendanna kom með Corvette bíl, árgerð 1982, sem fór ekki í gang. Corvette bíllinn er gæðagripur sem hefur verið haldið vel við en allir partar eru upprunalegir. Eftir langa bilanagreiningu kom í ljós að hitaskynjarinn var bilaður í vélinni.
Það er alltaf gaman þegar verkefni eru fjölbreytt og skemmtileg sem þessi.
Myndagallerí

Afturhluti bílsins

Bílnum hefur verið vel haldið við