08/02/2024 | Ritstjórn
Skóhlífadagar 2024

Nemendur í vélsleðaferð
Dagana 7. og 8. febrúar 2024 voru skóhlífadagar í Borgarholtsskóla. Skóhlífadagar eru þemadagar skólans og eru þeir haldnir á vorönn. Skóhlífadagarnir draga nafn sitt af því að á fyrstu árum skólans voru allir nemendur í bláum skóhlífum og setti það sterkan svip á ganga skólans.
Á skóhlífadögum er hefðbundin kennsla lögð niður en í stað hennar er boðið upp á fjölbreytt námskeið. Hver nemandi velur sér þrjú námskeið en mörg spennandi námskeið voru í boði venju samkvæmt.
Til að mynda var boðið upp á vélsleðaferð, skák, púsluspilakeppni, sushigerð, perlað fyrir Kraft, skreytingar í matsalnum fyrir Glæsiballið, japönsku, morðmisteríu, glee klúbb, skauta, spinning, matreiðslunámskeið með Eurovision þema, heimsókn til enska boltans hjá Sjónvarpi Símans og Magic the gathering. Auk þess var farið í heimsóknir á Þjóðminjasafnið og Listaháskóla Íslands.
Skóhlífadagar eru kærkomin tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi. Þeim lýkur svo með Glæsiballinu, árshátíð nemenda, að kvöldi fimmtudagsins 8. febrúar.
Myndagallerí

Perlað af krafti

Perlað var fyrir Kraft

Eurovision nasl

Ásta Laufey og Sóla voru með sitt sívinsæla Eurovision nasl námskeið

Stemmingsspjald (mood board) námskeið hjá Unni

Námskeið í gotneskri skrift hjá Kristínu Þóru

Púsluspilakeppni

Prjónanámskeið

Heimsókn í Listaháskólann

Heimsókn í Listaháskólann

Pop-up kortagerð með Kristínu Maríu og Kristínu Þóru

Magic the gathering með Magnúsi Hlyn

Glee klúbbur hjá Flosa og Þórdísi

Skák með stórmeistaranum Braga Þorfinnssyni

Nökkvi Jarl kenndi nemendum undirstöðuatriði í japönsku

Þorbjörg og Karen sögðu frá óupplýstum sakamálum

Púttnámskeið

Sleðaferð

Nemendur tilbúnir í sleða- og jeppaferð

Fallegt útsýni úr sleðaferðinni

Heimsókn til Enska boltans

Sirkusnámskeið hjá Nicholas

Sushigerð hjá Bryndísi

Sushigerð hjá Bryndísi