22/11/2024 | Ritstjórn
Skuggakosningar 2024
Nemendur í kjörnefnd
Fimmtudaginn 21. nóvember fóru fram skuggakosningar í Borgarholtsskóla. Skuggakosningar eru hluti af lýðræðisátakinu #égkýs sem varð til vegna dræmrar kosningaþátttöku ungs fólks. Átakinu er ætlað að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa. Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land. Niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag alþingiskosninga, 30. nóvember.
Í tilefni af skuggakosningunum hafa frambjóðendur stjórnmálaflokka heimsótt skólann undanfarna daga, haldið stutta tölu í matsal nemenda og fengið góðar spurningar úr sal. Frambjóðendum sem heimsóttu skólann er þakkað kærlega fyrir innlitið. Flosi Jón Ófeigsson og Guðbjörg Hilmarsdóttir, kennarar á listnámsbraut, hafa haft umsjón með skuggakosningunum að þessu sinni en kjörsókn nemenda var nokkuð góð. Flosa og Guðbjörgu er þakkað fyrir vandaða vinnu við kosningarnar og undirbúning þeirra.
Myndagallerí
Flosi ásamt nemendum í kjörnefnd
Fulltrúar Sósíalistaflokksins
Fulltrúar Samfylkingarinnar
Fulltrúar Framsóknar
Fulltrúi Vinstri grænna
Fulltrúi Viðreisnar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
Fulltrúar Pírata
Fulltrúi Lýðræðisflokksins
Fulltrúi Flokks fólksins
Fulltrúi Miðflokksins
Nemendur ræða við frambjóðendur
Kjörnefnd ásamt Flosa og Guðbjörgu í nóvembersólinni