20/01/2025 | Ritstjórn
Söngkeppni NFBHS
Verðlaunahafar eru fremst á myndinni en dómefndin stendur fyrir aftan
Söngkeppni Nemendafélags Borgarholtsskóla fór fram fimmtudaginn 16. janúar. Níu þátttakendur þöndu raddböndin og voru þau hvert öðru betra. Særún Georgsdóttir stóð uppi sem sigurvegari en hún söng lagið Anyone eftir Demi Lovato, Snorri Rafn Frímannsson varð í öðru sæti með Þú sagðir sem er frumsamið lag og Sylvía Þórðardóttir í því þriðja með lagið Wizard and I, úr Wicked söngleiknum.
Í dómnefnd sátu Guðbjörg Hilmarsdóttir og Þórdís Anna Hermannsdóttir, kennarar við skólann auk Þráins Árna, gítarleikara Skálmaldar. Nökkvi Jarl Bjarnason var kynnir kvöldsins.
Það mátti sjá á atriðum kvöldsins að hæfileikana vantar ekki hjá nemendum Borgarholtsskóla og framtíðin er björt fyrir söngfuglana.