Líf í borgarholtsskóla

07/03/2025 | Ritstjórn

Stærðfræðikeppni grunnskólanna

Nemendur taka við verðlaunum

Nemendur taka við verðlaunum

Stærðfræðikeppni hefur verið haldin árlega í Borgarholtsskóla og er nemendum í 8.-10. bekk grunnskóla í nágrenninu boðið að taka þátt. Tilgangur keppninnar er að efla áhuga ungs fólks á stærðfræði og auka tengsl við skóla í nágrenni Borgarholtsskóla.

Í ár fór keppnin fram 14. febrúar og tóku þátt tæplega 130 nemendur. Fimmtudaginn 27. febrúar fór svo verðlaunaafhendingin fram þar sem tíu efstu nemendur í hverjum árgangi fengu verðlaun eða viðurkenningar. Hópur nemenda fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur og þau sem stóðu sig allra best fengu flotta vinninga að launum. Húsfyllir var á verðlaunaafhendingunni.

Íris Elfa Sigurðardóttir, stærðfræðikennari, hélt utan skipulag og framkvæmd keppningar og einnig naut hún aðstoðar nemenda sinna.