07/03/2025 | Ritstjórn
Stærðfræðikeppni grunnskólanna

Nemendur taka við verðlaunum
Stærðfræðikeppni hefur verið haldin árlega í Borgarholtsskóla og er nemendum í 8.-10. bekk grunnskóla í nágrenninu boðið að taka þátt. Tilgangur keppninnar er að efla áhuga ungs fólks á stærðfræði og auka tengsl við skóla í nágrenni Borgarholtsskóla.
Í ár fór keppnin fram 14. febrúar og tóku þátt tæplega 130 nemendur. Fimmtudaginn 27. febrúar fór svo verðlaunaafhendingin fram þar sem tíu efstu nemendur í hverjum árgangi fengu verðlaun eða viðurkenningar. Hópur nemenda fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur og þau sem stóðu sig allra best fengu flotta vinninga að launum. Húsfyllir var á verðlaunaafhendingunni.
Íris Elfa Sigurðardóttir, stærðfræðikennari, hélt utan skipulag og framkvæmd keppningar og einnig naut hún aðstoðar nemenda sinna.
Myndagallerí

Nemendur taka við verðlaunum

Salurinn þétt setinn af foreldrum og forráðafólki

Ársæll og Íris Elfa veita verðlaun

Nemendur bíða eftir verðlaunum

Nemendur taka við verðlaunum