04/10/2024 | Ritstjórn
TORG Listamessa

Nemendur við vegg af verkum
Nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun hafa undanfarið unnið plaköt fyrir TORG Listamessu sem opnar föstudaginn 4. október á Korpúlfsstöðum. Þar sýna um 40 listamenn innan SÍM, Samband íslenskra listamanna, verk sín. Einnig birtast nokkur auglýsingaplaköt, sem unnin voru af nemendum, í strætóskýlum víða um borgina. Í kaffihúsi Korpúlfsstaða verða einnig sýnd brot af þeim verkum sem nemendur í grafískri hönnun í Borgarholtsskóla hafa unnið undanfarin ár.
TORG Listamessa verður formlega opnuð föstudaginn 4. október kl. 17:00 en verður svo opin sem hér segir:
Laugardagur 5. október 12-16
Sunnudagur 6. október 12-16
Laugardagur 12. október 12-16
Sunnudagur 13. október 12-16
Nemendur hafa unnið vel undir faglegri stjórn kennara í grafískri hönnun og því um að gera að líta við á Torg Listamessu.
Myndagallerí

Plaköt fyrir Listamessu

Nemendur með plakat