29/08/2023 | Ritstjórn
Twisted forest leiksýning

Hópurinn sem fór á leiksýninguna Twisted forest
Hópur nemenda af listnámsbraut fór ásamt kennurum að sjá sýninguna Twisted forest föstudaginn 25. ágúst. Twisted forest er leiksýning eftir danska leikhópinn Wunderland. Sýningin byggist á þáttöku áhorfenda í verkinu. Það fór fram í Heiðmörk en ferðast var í gegnum skóginn í litlum hópum þar sem faldar voru allskonar upplifanir. Áhorfendur fengu sérstakan hlífðargalla og hljóðbúnað til að nota á meðan sýningu stóð.
Mikil ánægja var með ferðina og nemendur jafnt sem kennarar skemmtu sér vel.
Myndagallerí

Sýningin útskýrð

Nemendur í Heiðmörk

Nemendur í Heiðmörk

Komin í hlífðarfatnað

Tilbúin í sýninguna

Nemendur á ferð í skóginum.