Líf í borgarholtsskóla

15/04/2024 | Ritstjórn

Ungir frumkvöðlar

Fíll er app sem heldur utan um inneignir og gjafabréf

Fíll er app sem heldur utan um inneignir og gjafabréf

Vörumessa ungra frumkvöðla fór fram í Smáralind dagana 12.-13. apríl. Það voru um 600 nemendur frá 14 skólum sem tóku þátt. Nemendurnir kynntu um 130 fyrirtæki sem þau hafa stofnað og seldu vörur sínar og þjónustu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar setti Vörumessuna en Ásmundur Einar Daðason afhenti viðurkenningar fyrir frumlegasta sölubásinn og öflugasta sölustarfið í lok dags á laugardaginn. Tíu fyrirtæki frá nemendum Borgarholtsskóla tóku þátt í ár en það voru:

Hiti: Framleiða sterkt poppkorn
Fíll: App sem heldur utan um inneignir og gjafabréf
Eneka: Tækifæriskort úr umhverfisvænum efnum
Fókus: Samstæðuspil fyrir börn af pólskum/úkraínskum uppruna
Máltak: App sem veitir upplýsingar um íslensk orðasambönd og slettur
Nótan: Heldur utan um kvittanir frá fyrirtækjum allt á sama stað
Sönn: Flöskupokar úr hampi
Varmey: Hitapokar með grjónum fyrir gigtveika
Myrkur: Framleiða hettupeysur með endurskini
Makrós: Framleiða prótein gúmmíbangsa

Nemendur Borgarholtsskóla stóðu sig frábærlega í að kynna vörur sínar og þjónustu en þau hafa undirbúið þessa sýningu alla önnina undir stjórn Unnar Gísladóttur, kennara. Unni og nemendum hennar er óskað innilega til hamingju með afraksturinn og sýninguna.