15/08/2023 | Ritstjórn
Upphaf haustannar
Skólahald hefst að nýju eftir sumarleyfi
Nú líður að því að skólahald hefjist aftur að nýju eftir sumarleyfi.
Nýnemadagur er 18. ágúst en þá mæta nýnemar í matsal skólans kl. 9:00. Dagskrá verður til kl. 15:00 og fá þau meðal annars kynningu á skólanum og hitta umsjónarkennara sína.
Kennsla á haustönn 2023 hefst mánudaginn 21. ágúst samkvæmt stundatöflu. Stundatöflur verða birtar miðvikudaginn 16. ágúst. Bókalista má einnig finna á Innu. 21. ágúst hefst einnig kennsla í kvöldskóla í málmi en 25. ágúst hefst kennsla í dreifnámi með fyrstu staðlotu annarinnar.
Töflubreytingar fyrir alla aðra en nýnema hefjast 16. ágúst. Aðrir nemendur en útskriftarefni senda inn beiðnir um töflubreytingar rafrænt í gegn um Innu og verða þær afgreiddar svo fljótt sem auðið verður. Leiðbeiningar um rafrænar töflubreytingar.
Nemendur sem hyggja á útskrift á skólaárinu 2023-2024 geta fengið ráðgjöf vegna útskriftar hjá áfangastjóra, fóstru mætinga og umsjónar og sviðstjórum mánudaginn 21. ágúst
Kynning fyrir foreldra nýnema (fædd 2007 eða síðar) verður í matsal skólans kl. 17:00 þann 17. ágúst.
Hægt er að fylgjast með lífinu í skólanum á instagramsíðum skólans og nemendafélagsins .