Líf í borgarholtsskóla

Félagsvirkni- og uppeldissvið

Frá haustönn 2024 er nám á félagsvirkni- og uppeldissviði einungis hægt að stunda í dreifnámi.

Stúdent og starfsréttindi

Nám í félagsvirkni- og uppeldisgreinum skiptist á fjórar námsbrautir: Nám fyrir félagsliða, leikskólaliða, viðbótarnám leikskólaliða og stuðningsfulltrúa. Nám fyrir félagsliða og viðbótarnám leikskólaliða lýkur á þriðja hæfniþrepi en nám fyrir leikskólaliða og stuðningsfulltrúa lýkur á öðru hæfniþrepi.

Mögulegt er að ljúka námi á öllum iðn- og starfsnámsbrautum með stúdentsprófi. Er það sett upp við hæfi hvers og eins í samráði við náms- og starfsráðgjafa skólans og sviðsstjóra. Stúdentspróf er að lágmarki 200 einingar og lýkur á þriðja hæfniþrepi.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um félagsvirkni- og uppeldissvið í Borgarholtsskóla veitir Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri iðn- og starfsnáms.

Uppfært: 10/02/2025

Sjá fréttir um Félagsvirkni- og uppeldissvið