Grafísk hönnun
Þessi vefsíða er birt með fyrirvara um breytingar þar sem námskráin er enn í vinnslu.
Þjálfun í hugmynda- og skissuvinnu og nauðsynlegri tækni til að útfæra hugmyndir og fullvinna verk fyrir prent- og skjámiðla. Áhersla á þekkingu og færni í ljósmyndun, myndvinnslu, umbroti, vefsíðuhönnun, auglýsingahönnun, mörkun og leturfræði. Fræðilegir áfangar gefa yfirlit yfir sögu, inntak og lykilhugtök grafískrar hönnunar.
Grafísk hönnun – brautarlýsing – ágúst 2024
Grunnur
Kjörsvið grafískrar hönnunar
Bóknám og íþróttir
*Í stað ENS3A05 má taka aðra enskuáfanga á þriðja þrepi: ENS3B05, ENS3C05, ENS3D05, ENS3E05.
**Nemendur þurfa að taka tvær einingar í íþróttum eftir að hafa lokið LÍL1A01 og LÍL1B01. Nemendur geta valið á milli eftirfarandi áfanga: RÆK1A01 – ræktin, JÓG1A01 – jóga, KÖR1A01 – körfubolti, FÓT1A01 – fótbolti og ÚTI1A01 – útivist. Velja má hvern þessara áfanga oftar en einu sinni og velja má fleiri en einn áfanga á önn.
Uppfært: 18/06/2024