Líf í borgarholtsskóla

Innritun á haustönn 2025

Byrjar: 26/03/2025

Endar: 10/06/2025

Borgarholtsskóli býður upp á fjölbreytt nám, bóknám, iðn- og starfsnám og listnám.

Spurningar og svör um Borgó og námið þar.

Dagskóli

Innritun eldri nemenda á haustönn 2025 fer fram dagana 14. mars – 26. maí.
Innritun nemenda í 10. bekk fer fram 25. apríl – 10. júní.

Innritun fer fram á Ísland.is.

Nám í boði

*Nemendur, sem óska eftir að stunda nám í íþróttaakademíu, sækja um skólavist rafrænt eins og aðrir. Því til viðbótar þurfa þeir að sækja um í íþróttaakademíu á sérstöku eyðublaði sem þarf að berast í síðasta lagi 10. júní 2025.

Inntökuskilyrði
Innritunargjöld

Nám með vinnu (dreifnám)

Boðið er upp á dreifnám á félagsvirkni- og uppeldissviði og málm- og véltæknibrautum. Það nám er hugsað fyrir þá sem eiga þess ekki kost að stunda hefðbundið nám í dagskóla og er því hægt samhliða námi í dreifnámi að stunda vinnu.

Félagsvirkni- og uppeldissvið

Búið er að opna fyrir umsóknir um nám á félagsvirkni- og uppeldissviði fyrir haustönn 2025.
Sótt er um námið á rafrænu umsóknareyðublaði.
Umsóknarfrestur er til 10. júní 2025.
Nánari upplýsingar gefur Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri, marin.jonasdottir@borgo.is

Málm- og véltæknisvið

Innritun fer fram í gegnum umsóknarvef Innu.
Umsóknarfrestur er til 10. júní 2025.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Gylfason deildarstjóri, haraldur.gylfason@borgo.is