Kennsla hefst
Byrjar: 06/01/2025
Kennsla á vorönn 2025 hefst samkvæmt stundaskrá 6. janúar. Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í Innu og þar geta nemendur einnig óskað eftir töflubreytingum.
Þeir nemendur sem stefna að útskrift nú í vor eru beðnir að hafa samband við viðkomandi sviðstjóra, áfangastjóra eða fóstru mætingar og umsjónar til að ganga úr skugga um að allir nauðsynlegir áfangar séu á sínum stað. Þetta góða fólk verður til taks eftir kl. 10.00 föstudaginn 3. janúar og njóta útskriftarefni forgangs varðandi töflubreytingar þann dag og eru þau hvött til að koma við eða senda tölvupóst.