Líf í borgarholtsskóla

Mín framtíð í Laugardalshöll

Byrjar: 13/03/2025

Endar: 15/03/2025

Dagana 13.–15. mars 2025 fer fram stóra framhaldsskólakynningin Mín framtíð í Laugardalshöllinni. Þar verður Borgarholtsskóli með bás og því er gott tækifæri fyrir tilvonandi nemendur, forráðafólk sem og aðra áhugsama að líta við og spjalla við nemendur og starfsfólk.

Á sama tíma heldur Verkiðn Íslandsmót iðn- og verkgreina, þar sem keppendur reyna á hæfni sína í krefjandi verkefnum. Nemendur Borgarholtsskóla munu keppa í fjölmörgum mismunandi iðngreinum.