Líf í borgarholtsskóla

Verkfall

Byrjar: 21/02/2025

Endar: 26/02/2025

Á miðnætti 21.2.2025 hófst verkfall þeirra sem eru félagar í Kennarasambandi Íslands og eru starfandi í Borgarholtsskóla.

Það þýðir að næstum öll kennsla fellur niður. Þó eru nokkrir kennarar sem eru ekki í því stéttafélagi og munu þau kenna samkvæmt stundaskrá. Tölvupóstur var sendur til nemenda í gær þar sem kom fram um hvaða kennara er að ræða og eru nemendur hvattir til að kynna sér efni þess tölvupósts vel.

Skólinn er opinn og geta nemendur sótt þá þjónustu sem þeir eru vanir hjá öðru starfsfólki en kennurum, t.d. er bókasafnið opið og skrifstofan er í hálfa gátt.

Síminn er lokaður í dag en hægt er að hringja í Magneu fjármálastjóra í s. 5351704 ef þörf er á.