Námsver
Þórdís Helga Ólafsdóttir
Í skólanum er boðið upp á opið námsver. Námsverið er staðsett á bókasafninu (í þögla herberginu). Í námsverinu stendur nemendum til boða fjölbreyttur námsstuðningur svo sem hraðlestrarnámskeið, lesskilningsþjálfun, orðaforðakennsla, námsaðstoð og íslenska sem annað mál. Nemendur geta fengið aðstoð með verkefni, ritgerðir og annað sem tengist íslensku. Einnig er boðið upp á aðstoð við prófatöku. Námsverið er fyrir alla nemendur skólans og eru þeir hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.
Opnunartímar:
Mánudagar: 9.30 – 12:45
Þriðjudagar: 10:45 – 12:45 og 13:15- 16:00
Miðvikudagar: 9:30 – 10:30 og 13:15 – 16:00
Fimmtudagar: 14:15 – 16:00
Föstudagar: 10:45-12:45
Utan opnunartíma er hægt að hafa samband á thordis.olafsdottir@borgo.is
Dyslexía og lestur
Dyslexia (glærur)
Skipulag lesturs (glærur)
Uppfært:14/01/2025