28/05/2024 | Ritstjórn
Heimsókn í Hússtjórnarskólann

Heimsókn í vefstofuna
Nemendur í áfanganum hússtjórn- og matreiðsla á félagsvirkni- og uppeldissviði fóru nýlega ásamt kennara sínum, Hildi Margréti, í heimsókn í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Þar fengu nemendur fræðslu og kynningu á starfsemi skólans. Kennsla er í ýmsum fögum í skólanum sem snúa að hússtjórn og handiðn auk þess sem nemendur læra undirstöðuatriði í næringarfræði.
Nemendur fengu að ganga um skólann ásamt skólameistaranum Mörtu Maríu Arnarsdóttur og fengu að sjá hluta af afrakstri vetrarins hjá nemendum Hússtjórnarskólans svo sem vefnað, saumuð föt og lopapeysur.
Hússtjórnarskólanum og Mörtu Maríu er þakkað kærlega fyrir höfðinglegar móttökur en greinilegt er að í Hússtjórnarskólanum er fjölbreytt og skemmtilegt starf unnið.
Myndagallerí

Marta María sýnir nemendum saumastofuna

Nemendur í saumastofunni

Nemendur Borgó

Kjólar eftir nemendur Húsó

Vefnaður eftir nemendur Húsó