10/12/2023 | Ritstjórn
Heimsókn í Smiðjuna
Nemendur í heimsókn í Smiðjunni
Nemendur í fötlunarfræði (FTL1A05) fóru í haust í heimsókn í Smiðjuna í Grafarvogi. Smiðjan er vinna og virkni fyrir fatlað fólk en þar er lögð áhersla á að öll fái að njóta sín í hvetjandi umhverfi. Smiðjan er einnig samfélag þar sem tómstundaiðkun er í fyrirrúmi. Þar er til að mynda að finna skynörvunarherbergi sem er listasmiðja með fjölbreyttan efnivið og farið er í vettvangsferðir og sund.
Nemendur fengu kynningu frá verkefnastjóra Smiðjunnar, Skúlínu Kristjánsdóttur, þar sem hún fræddi þau um starfsemi Smiðjunnar. Hún sýndi þeim svo vinnustaðinn og hittu nemendur bæði leiðbeinendur Smiðjunnar sem og fatlað starfsfólk hennar. Þetta var áhugaverð og skemmtileg heimsókn og Smiðjan að mati nemenda frábært úrræði fyrir fatlaða einstaklinga.
Smiðjunni er þakkað kærlega fyrir góðar móttökur og kynningu.
Myndagallerí
Starfsemi Smiðjunnar útskýrð
Heimsókn í Smiðjunni